• Fyrir salat
  • 3-4 stk romain salat
  • 1 stk rauðlaukur
  • Fyrir brauðteninga
  • ½ dl ólífuolía
  • 2 stk hvítlauksrif smátt söxuð
  • 4 stk brauðsneiðar skornar í teninga
  • salt og pipar
  • Salatdressing
  • 2-3 stk hvítlauksif
  • 1 stk egg snöggsoðið (ca.30 sek)
  • 1 ½ msk sítrónusafi
  • ½ tsk Worcestershiresósa
  • 1 ¼ dl Ólífuolía
  • nokkrar skífur af parmesanosti

Brauðteningar:

Hitið ofn í  250ºC. Hitið saman hvítlauk og ólífuoliu í ca.10 mín. Blandið saman brauðteningum og olíu. Takið brauðteningana og leggið þá á smjörpappír setjið inní ofn og ristið í ca.8-10 mín. kryddið með salti og pipar og veltið teningunum minnst einu sinni.

 

Dressing:
Hakkið hvítlaukinn fínt. Blandið saman eggi, Worcestershiresósu, sítrónu safa og hrærið saman með pískara. Látið olíuna leka í bunu í skálina á meðan hrært er stöðugt í þar til þetta er orðin þykk sósa.

Skolið salatið vel og sneiðið rauðlauk fínt blandið dressingu saman við og hrærið vel. Leggið brauðteninga og parmesan skífur á toppin.

Steikið snitsel 3-4 mín á hvorri hlið á í olíu á vel heitri pönnu og kryddið með salti og pipar.

Berið snitsel fram með salati.